Endurtekið efni hjá Rosberg

Heldur var tómlegt í stúkunum í Hockenheim á fyrri æfingu …
Heldur var tómlegt í stúkunum í Hockenheim á fyrri æfingu dagsins. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes var fljótastur á seinni æfingu dagsins sem þeirri fyrri og voru fyrstu þrír hinir sömu á báðum. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð annar og Sebastian Vettel hjá Ferrari þriðji.

Besti hringur Rosberg mældist 1:15,614 mínútur og var hann 0,4 sekúndum fljótari í förum en Hamilton og 06 sekúndum fljótari en Vettel.

Bilið milli fyrsta og tíunda sætis var næstum sekúndu minna en á morgunæfingunni, en tíunda besta tímann, 1:17,225 mín., setti Fernando Alonso hjá McLaren. Óku ökumenn almennt ögn hægar en á morgunæfingunni.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Max Verstappen á Red Bull, Daniel Ricciardo á Red Bull,  Kimi Räikkönen á Ferrari, Nico Hülkenberg á Force India, Jenson Button á McLaren, Sergio Perez á Force India og loks Alonso.

Meira er af áhorfendum hér en í tómu stúkunni í …
Meira er af áhorfendum hér en í tómu stúkunni í Hockenheim í morgun. Hér er Nico Rosberg á ferð á heimavellli. AFP
Nico Rosberg með tæknimönnum Mercedes í bílskúr liðsins við upphaf …
Nico Rosberg með tæknimönnum Mercedes í bílskúr liðsins við upphaf seinni æfingar dagsins í Hockenheim. AFP
Nico Rosberg í bíl sínum við upphaf seinni æfingar dagsins …
Nico Rosberg í bíl sínum við upphaf seinni æfingar dagsins í Hockenheim. AFP
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim.
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim. AFP
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim.
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim. AFP
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim.
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim. AFP
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim.
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Hockenheim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert