Sannfærandi sigur heimsmeistarans

Max Verstappen fagnar í keppnislok.
Max Verstappen fagnar í keppnislok. AFP/Andrej Isakovic

Heimsmeistarinn Max Verstappen vann öruggan sigur í fyrstu keppni ársins í Formúlu 1 í Barein í dag.

Verstappen, sem er heimsmeistari síðustu þriggja ára, var á ráspól eftir sigur í tímatökunni í gær, og varð ekki á nein mistök í keppninni í dag.

Liðsfélagi hans Sergio Pérez varð annar og Ferrari-félagarnir Carlos Sainz og Charles Leclerc í þriðja og fjórða.

Þar á eftir kom George Russell á Marcedes, Lando Norris á McLaren, Lewis Hamilton á Mercedes og Oscar Piastri á McLaren.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert