Með botnlangabólgu og getur ekki keppt

Carlos Sainz á æfingu í Sádi-Arabíu í gær.
Carlos Sainz á æfingu í Sádi-Arabíu í gær. AFP/Giuseppe Cacace

Spænski ökuþórinn Carlos Sainz hjá Ferrari er með botnlangabólgu og þarf af þeim sökum að gangast undir skurðaðgerð.

Því getur hann ekki tekið þátt í kappakstrinum í Sádi-Arabíu í Formúlu 1, sem fer fram um helgina.

Varaökumaður Ferrari, táningurinn Oliver Bearman, mun taka sæti Sainz í kappakstrinum.

Fyrsti kappaksturinn í Formúlu 1

Bearman er 18 ára Breti sem hefur unnið sig upp metorðastigann undanfarin ár og keppt í Formúlu 2, 3 og 4.

Verður þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Formúlu 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert