Fín byrjun hjá nýliðanum

Charles Leclerc, liðsfélagi Ollie Bearman hjá Ferrari.
Charles Leclerc, liðsfélagi Ollie Bearman hjá Ferrari. AFP/Giuseppe Cacace

Ökuþórinn Ollie Bearman hjá Ferrari var aðeins 0.036 frá því að byrja þriðji í hans fyrsta kappakstri í Formúlu 1 í Sádi-Ar­ab­íu.

Car­los Sainz er með botn­langa­bólgu og getur því ekki tekið þátt í kappakstri helgarinnar en Bearman var kallaður í hans stað. Hann er aðeins 18 ára gamall en hefur verið frábær í Formúlu 2, 3 og 4.

 

 

Max Verstappen hjá Red Bull byrjar fremstur, Charles Leclerc, liðsfélagi Bearman í Ferrari byrjar annar og Sergio Perez í Red Bull byrjar þriðji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert