Heimsmeistarinn óstöðvandi

Ekkert fær Max Verstappen stöðvað um þessar mundir.
Ekkert fær Max Verstappen stöðvað um þessar mundir. AFP/Giuseppe Cacace

Max Verstappen, heimsmeistari síðustu þriggja ára í Formúlu 1, kom fyrstur í mark í Sádi-Arabíukappakstrinum í dag. Hefur hann nú unnið tvær fyrstu keppnir tímabilsins.

Rétt eins og í fyrstu keppninni í Barein varð liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Pérez, í öðru sæti. Virðast Red Bull-bílarnir bera höfuð og herðar yfir keppinauta sína enn á ný.

Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji, Oscar Piastri á McLaren fjórði, Fernando Alonso á Aston Martin fimmti og George Russell á Mercedes sjötti.

Hinn 18 ára gamli Oliver Bearman á Ferrari varð sjöundi í sinni fyrstu keppni, en hann leysti Carlos Sainz af hólmi vegna veikinda þess síðarnefnda.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert