Vill fá Berbatov aftur í landsliðið

Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov. AFP

Ivaylo Petev, sem í gær var ráðinn nýr landsliðsþjálfari Búlgaríu í knattspyrnu, ætlar að reyna að fá framherjann reynda Dimitar Berbatov til að taka fram landsliðsskóna á nýjan leik.

Berbatov, sem er 33 ára gamall og hefur leikið með liðum eins og Manchester United og Tottenham, er markahæsti leikmaður Búlgara frá upphafi með 48 mörk en hann ákvað að segja skilið við landsliðið árin 2010. Hann leikur í dag með liði Monaco.

„Ég hef í hyggju að hitta hann og ræða við hann og við skulum sjá hvað gerist,“ segir Petev.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert