Mjög sanngjörn tilboð

Sverrir Ingi Ingason skallar frá marki í leik með 21-árs …
Sverrir Ingi Ingason skallar frá marki í leik með 21-árs landsliðinu. mbl.is/Golli

„Ég held að þessi tilboð sem hafa komið séu mjög sanngjörn, miðað við mann sem var keyptur á sex sinnum minna fyrir ári,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, miðvörðurinn öflugi sem er á mála hjá Viking í Noregi, við Morgunblaðið í gær. Sverrir hefur verið eftirsóttur í mánuðinum en Viking hefur hafnað þremur tilboðum í kappann – einu frá Lokeren í Belgíu og tveimur frá Nordsjælland í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Sverris hjá Breiðabliki, er við stjórnvölinn.

„Þeir eru að fara fram á einhverja upphæð sem ég veit ekki hver er,“ sagði Sverrir en hærra boð Nordsjælland er sagt hafa numið jafnvirði 86 milljóna íslenskra króna, og boðið frá Lokeren rúmum 100 milljónum króna. Báðum var hafnað en Sverrir kom til Viking frá Breiðabliki fyrir rúmu ári og mun hafa kostað rúmar 17 milljónir.

Sjá fréttina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert