Long tryggði Írum stig

Cristiano Ronaldo í baráttunni gegn Serbum í kvöld.
Cristiano Ronaldo í baráttunni gegn Serbum í kvöld. AFP

Portúgalir unnu góðan sigur í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu í kvöld þegar þeir mættu Serbum.

Portúgalir  höfðu betur, 2:1. Ricardo Carvalho og Fabio Coentrao skoruðu mörk Portúgala en Nemanja Matic jafnaði í millitíðinni fyrir Serbanna. Portúgalir eru efstir í riðlinum með 9 stig en Serbar hafa aðeins eitt stig.

Í Dublin á Írlandi skildu Írar og Pólverjar jafnir, 1:1, í D-riðlinum þar sem Shane Long jafnaði metin fyrir Íra í uppbótartíma en áður hafði Slawomir Peszko komið Pólverjum yfir. Pólverjar eru efstir í riðlinum með 11 stig, Þjóðverjar eru með 10, Skotar 10 og Írar eru í fjórða sætinu með 8 stig.

Þá gerðu Ungverjar og Grikkir markalaust jafntefli í F-riðlinum. Ungverjar eru með 8 stig í þriðja sæti riðilsin en Grikkir eru á botninum með 2 stig.

<span class="name"> </span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert