Blazer viðurkennir mútur til FIFA-manna

Sepp Blatter klappar á öxlina á Chuck Blazer á fundi …
Sepp Blatter klappar á öxlina á Chuck Blazer á fundi FIFA fyrir nokkrum árum. AFP

Chuck Blazer, fyrrverandi stjórnarmaður í Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, hefur viðurkennt að hann og aðrir stjórnarmenn hafi þegið mútur í tengslum við úthlutun heimsmeistaramóts karla til Frakka 1998 og til Suður-Afríku 2010.

Blazer, sem áður var framkvæmdastjóri bæði bandaríska knattspyrnusambandsins og CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, er lykilvitni í rannsókn FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á meintum mútugreiðslum til stjórnarmanna FIFA.

Þetta kemur fram í ýmsum fjölmiðlum í kvöld sem vitna í yfirheyrslur yfir honum frá árinu 2013, sem nú hafa verið opinberaðar, en brot úr þeim má sjá í Twitter-færslum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert