Valdi soninn í Meistaradeildarhópinn

Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. AFP

Zinedine Zidane, þjálfari Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid, hefur valið son sinn í 20 manna leikmannahóp Real Madrid fyrir leikinn gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni sem fram fer á Signal Iduna Park, heimavelli Dortmund annað kvöld.

Luca Zidane er 19 ára gamall markvörður sem þykir mikið efni. Hann sat á bekknum á dögunum þegar Real Madrid mætti Levante í spænsku deildinni.

Talsvert er um meiðsli í liðið Evrópumeistaranna en þeir Marcelo, Theo Hernandez, Jesus Vallejo, Mateo Kovacic og Karim Benzema eru allir á sjúkralistanum og verða ekki með í leiknum á morgun. Hins vegar kemur þýski miðjumaðurinn Toni Kroos aftur inn í liðið en hann missti af leiknum gegn Alaves um nýliðna helgi vegna meiðsla.

Real Madrid vann Apoel Nicosia, 3:1, í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á tímabilinu á meðan Dortmund tapaði fyrir Tottenham á Wembley, 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert