Englendingarnir skoruðu sjö

Noni Madueke skoraði tvennu í gærkvöldi.
Noni Madueke skoraði tvennu í gærkvöldi. AFP/Adrian Dennis

Þrír leikmenn enska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu karla skoruðu tvennu þegar liðið kjöldró Lúxemborg, 7:0, í F-riðli undankeppni EM 2025 í aldursflokknum í gærkvöldi.

England er í öðru sæti F-riðils með 18 stig, jafnmörg og Úkraína í toppsætinu. Úkraína á hins vegar leik til góða.

Noni Madueke, vængmaður Chelsea, Samuel Iling-Junior, vængmaður Juventus, og Morgan Rogers, sóknarmaður Aston Villa, skoruðu tvö mörk hver.

Jamie Bynoe-Gittens, vængmaður Borussia Dortmund, komst einnig á blað.

Enska liðið hefur nú skorað 32 mörk í sjö leikjum sínum í undankeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert