Gerði „fitubollu“ að þeim besta í heimi

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson.

„Þetta er búið að vera ótrúlegt ár,“ segir Vésteinn Hafsteinsson sem í fyrrakvöld var valinn frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð. Vésteinn, sem þjálfað hefur fólk í kastgreinum með góðum árangri um langt skeið, segir árangur hins 25 ára gamla Svía Daniels Ståhls vissulega standa upp úr hjá sínum lærlingum á árinu, enda átti Ståhl níunda lengsta kringlukast sögunnar og fékk silfurverðlaun á HM.

„Þetta er í fyrsta sinn á mínum langa ferli þar sem helstu afreksmennirnir mínir koma frá Svíþjóð. Þetta er gaman því ég hef búið hér í Svíþjóð svo lengi, og þetta fær mikla umfjöllun hérna sem er gott fyrir kastíþróttirnar hérna. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ár og það var gaman að fá þessa viðurkenningu,“ segir Vésteinn.

Svíþjóðarmet Ståhls og níunda lengsta kast sögunnar var upp á 71,29 metra og er lengsta kast heims síðan árið 2013.

„Þetta er rosalega langt kast og þarna sló hann sænska metið sem Ricky Bruch átti svo lengi. Það er gaman að hugsa til þess að ég sé nú með tvo kringlukastara á topp 10-listanum yfir þá sem kastað hafa lengst í sögunni, því Gerd Kanter [Eistlendingur sem varð ólympíumeistari árið 2008, þegar Vésteinn þjálfaði hann] er þar í 3. sæti.“

Ítarlega er rætt við Véstein í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun þar sem meðal annars má lesa meira um bakgrunn Ståhls áður en Vésteinn kom til sögunnar.

Daniel Ståhl og Vésteinn Hafsteinsson á verðlaunahófinu.
Daniel Ståhl og Vésteinn Hafsteinsson á verðlaunahófinu. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert