Ólafía og Valdís úr leik í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 75 höggum í dag.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 75 höggum í dag. mbl.is(Styrmir Kári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafía lék á 75 höggum í dag og var fimm höggum frá niðurskurðinum en Valdís var höggi á eftir. Hún náði sér vel á strik í dag og lék á 72 höggum en það var of seint.

Leiknir hafa verið fjórir hringir og eru þær 11 og 12 höggum yfir pari. Nú verður keppendafjöldi skorinn niður fyrir lokahringinn á morgun.

Var þetta í fyrsta skipti sem Ísland á tvo fulltrúa á lokastigi úrtökumótanna en Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er eftir sem áður eina konan sem unnið hefur sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra Jónsdóttir var á 72 höggum í dag.
Valdís Þóra Jónsdóttir var á 72 höggum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert