Sigur Johnsons (myndskeið)

Zach Johnson
Zach Johnson AFP

Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi á Gamla vellinum í St. Andrews í Skotlandi í gær og sigraði þar með öðru sinni á ferlinum á risamóti. 

Johnson er orðinn 39 ára gamall en hann sigraði á Masters-mótinu á Augusta National árið 2007. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá það helsta þegar til tíðinda dró á lokadeginum í gær. Venjan er sú að stærstu golfmótum heimsins ljúki á sunnudegi en vegna mikillar rigningar þurfti að fresta leik á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert