Íslendingur fór holu í höggi í Bandaríkjunum

Andrea Bergsdóttir, til vinstri, í Mexíkó.
Andrea Bergsdóttir, til vinstri, í Mexíkó. Ljósmynd/Golf.is

Kylfingurinn Andrea Bergsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann sitt fyrsta háskólamót í golfi um síðustu helgi, Collegiate Invitational-mótinu en hún spilar með Colorado State-háskólaliðinu.

Keppt var á Guadalajara Coyntry Club-golfvellinum í Mexíkó en hún lék hringina þrjá á 212 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarsins.

Þá gerði hún sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut vallarins á öðrum keppnishring en Andrea hefur verið hluti af A-landsliði Íslands að undanförnu.

Með sigrinum fór hún upp um 279 sæti á heimslista áhugakylfinga og situr sem stendur í 355. sæti listans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert