Algjör óvissa um Elvar

Elvar Friðriksson reynir að komast framhjá Gunnari Þórssyni í Aftureldingu.
Elvar Friðriksson reynir að komast framhjá Gunnari Þórssyni í Aftureldingu. mbl.is/Styrmir Kári

Algjör óvissa ríkir um hvenær Elvar Friðriksson leikur næst með Valsliðinu í Olís-deild karla. Hann tognaði á nára í kappleik Vals og FH 12. febrúar í Kaplakrika og hefur ekki jafnað sig.

Vonir stóðu til að Elvar gæti leikið með í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins um síðustu helgi en þegar á hólminn var komið varð sú von að engu.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði við Morgunblaðið í gær að ómögulegt væri að segja hvenær Elvar yrði klár í slaginn með Hlíðarendaliðinu.

Valur situr í efsta sæti Olís-deildarinnar þegar 20 umferðir eru að baki af 27 með 32 stig, þremur meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valsmenn taka í kvöld á móti nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV í Vodafonhöllinni klukkan 19.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert