Þægilegur sigur Fram að Hlíðarenda

Díana Dögg Magnúsdóttir, Val, með boltann og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram, …
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val, með boltann og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram, til varnar. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fram hélt áfram góðu gengi sínu í Olís-deild kvenna í handbolta í dag er þær fóru á Hlíðarenda og unnu 26:19 marka sigur á Val í Reykjavíkurslag.

Framarar byrjuðu með látum og komust í 6:1. Sóknarleikur Vals gekk erfiðlega og varði vörn Fram hvaða skotið á fætur öðru í upphafi leiks. Eftir því sem leið á hálfleikinn komst Valur meira inn í leikinn og minnkuðu muninn, þó aldrei meira en í þrjú mörk, sem var einmitt munurinn í hálfleik en þá var staðan 12:9.

Markmenn liðanna voru bestu menn fyrri hálfleiks, Ástrós Bender í marki Vals, varði átta skot og hélt Valsstúlkum á floti í leiknum á meðan Guðrún Ósk tók tíu skot og þar á meðal nokkur dauðafæri.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum og var sóknarleikurinn í aðalhlutverki. Liðin gjörsamlega röðuðu inn mörkunum í skemmtilegum handboltaleik. Valur náði að minnka muninn í tvö mörk en þá tók við góður kafli hjá Fram og var staðan orðin 20:14 þegar korter var eftir. Þann mun náði Valur aldrei að ógna og varð því nokkuð þægilegur sigur Fram staðreynd

Valur 19:26 Fram opna loka
60. mín. Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir (Fram) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert