Töpuðu gegn þýska toppliðinu

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu. AFP/Ina Fassbender

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, og liðsfélagar hans í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen máttu sætta sig við 28:32-tap fyrir toppliði þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlín, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leikurinn fór fram í Schaffhausen og eru gestirnir því í kjörstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli í næstu viku.

Óðinn Þór lét vel til sín taka sem endra nær og skoraði fimm mörk fyrir Kadetten.

Markahæstur í leiknum var Daninn Mathias Gidsel með níu mörk fyrir Füchse. Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg Tómasson bætti við sex mörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert