Landsliðskonan í sterkt þýskt lið

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Jon Forberg

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur samið við þýska félagið Blomberg-Lippe um að leika með liðinu næstu tvö ár.

Díana Dögg gengur í raðir Blomberg-Lippe að yfirstandandi tímabili loknu með Sachsen Zwickau, þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár.

Blomberg-Lippe er í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar og hefur verið að berjast við toppinn undanfarin ár á meðan Zwickau er í 11. sæti og hefur verið að berjast við botninn undanfarin ár.

Því er ljóst að Díana Dögg tekur skref upp á við með félagaskiptunum.

Hún er 26 ára hægri skytta sem hefur verið fyrirliði Zwickau á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert