Þjóðverjar tóku sjöunda sætið

Dagur Sigurðsson endaði í sjöunda sæti HM með lærisveina sína.
Dagur Sigurðsson endaði í sjöunda sæti HM með lærisveina sína. EPA

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans hjá Þýskalandi hafa lokið leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar, en liðið lagði Slóvena í leik um sjöunda sætið í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en að honum loknum höfðu Þjóðverjar þó tveggja marka forystu, 16:14. Í þeim síðari tóku Þjóðverjar svo hægt og bítandi völdin áður en Slóvenar náðu að laga stöðuna örlítið undir lokin. Lokatölur 30:27

Uwe Gensheimer fór á kostum hjá Þjóðverjum og skoraði þrettán mörk, en Jure Natek var markahæstur Slóvena með níu mörk.

Sjöunda sætið tryggði Þjóðverjum sömuleiðis sæti í forkeppni Ólympíuleikana í Ríó 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert