Sannfærandi sjötti sigur Tindastóls

Ingvi Rafn Ingvarsson og félagar í Tindastóli unnu öruggan sigur …
Ingvi Rafn Ingvarsson og félagar í Tindastóli unnu öruggan sigur í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar Tindastóls voru ekki í teljandi vandræðum með Keflvíkinga í kvöld þegar liðin mættust á Sauðárkróki í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 97:74 fyrir Tindastól sem hefur unnið sex af  fyrstu sjö leikjum sínum og náði KR að stigum. Keflavík er með 8 stig eftir fyrstu sjö leikina.

Staðan var orðin 27:15 fyrir  Tindastól eftir fyrsta leikhluta og 44:36 í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta stóð 73:58 og sigur heimamanna var aldrei í hættu.

Darrel Lewis skoraði 26 stig fyrir Tindastól, Myron Dempsey 23 og Pétur Rúnar Birgisson 18. Guðmundur Jónsson  gerði 23 stig fyrir Keflavík og William Graves 18.

Gangur leiksins: 8:5, 16:12, 24:13, 27:15, 31:20, 39:22, 41:26, 44:36, 46:38, 53:43, 63:54, 73:58, 82:61, 87:63, 89:68, 97:74.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 26/5 fráköst, Myron Dempsey 23/15 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 18/6 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 9/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/7 fráköst/4 varin skot, Helgi Freyr Margeirsson 7, Viðar Ágústsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 13 í sókn.

Keflavík: Guðmundur Jónsson 23/6 fráköst, William Thomas Graves VI 18/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/11 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/4 fráköst, Hilmir Gauti Guðjónsson 2, Andrés Kristleifsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert