Phoenix sterkari í lokin

Pablo Prigioni reynir að stöðva Eric Bledsoe.
Pablo Prigioni reynir að stöðva Eric Bledsoe. AFP

Phoenix Suns heimsótti New York Knicks í NBA körfunni í nótt og hafði betur, 99:90. Staðan í hálfleik var 44:47 fyrir Suns sem átti síðan flottan síðasta leikhluta og sigraði.

Sjö leikir voru í NBA deildinni í nótt og urðu úrslit þeirra þessi:

Knicks - Suns 90:99
Eric Bledsoe var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Phoenix og Carmelo Anthony 25 stig og 11 fráköst fyrir Knicks.

New Orleans - Portland 88:114
LaMarcus Aldridge gerði 27 stig og tók 12 fráköst fyrir Portland og Austin Rivers kom sterkur af bekknum hjá New Orleans og gerði 16 stig.

Dallas - San Antonio 99:93
Monta Ellis var í miklu stuði hjá Dallas og gerði 38 stig. Hjá Atlanta tóku aðeins átta leikmenn þátt í leiknum, fimm sátu á bekknum allan leikinn og komu ekkert við sögu.

Charlotte - Utah 104:86

Houston - Atlanta 97:104

Denver - Indiana 76:73

LA Clippers - Milwaukee 106:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert