Fyrrum söngvari Iron Maiden í grjótið fyrir bótasvik

Paul Di'Anno.
Paul Di'Anno. mbl.is

Paul Di'Anno, þekktastur fyrir að hafa verið forsöngvari bárujárnssveitarinnar Iron Maiden frá 1978 til 1981, var í gær dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir bótasvik. Di'Anno játaði átta ákæruliði sem allir vörðuðu slík svik fyrir rétti í Salisbury fyrr í mánuðinum. Fjárhæð bótanna nam 45.000 pundum eða á níundu milljón íslenskra króna.

Fra þessu greinir á vef NME.

Söngvarinn, sem réttu nafni heitir Paul Andrews, mun sitja inni í að minnsta kosti fjóra og hálfan mánuð áður en hann á möguleika á reynslulausn. Upp um hann komst eftir að yfirvöldum barst nafnlaus ábending um að hann kæmi enn fram opinberlega þrátt fyrir að hann segðist ófær um að vinna. Á YouTube mátti finna tónleikaupptökur af kappanum allt til ársins 2006 en hann var að eigin sögn óvinnufær frá árinu 2002.

Við dómsuppkvaðningu kom fram að ekki yrði tekið tillit til þess að Di'Anno kvæðist ekki þéna mikið á tónleikahaldinu og að hann segðist þurfa að framfleyta sér og fjölskyldu sinni.

Hér má sjá Di'Anno ásamt hljómsveit flytja Iron Maiden-lagið Killers árið 2009 og hérna sést hann syngja lagið Phantom of the Opera með Iron Maiden fyrir um þremur áratugum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson