Skólastjórinn bjargaði málunum

Keppendur Fellaskóla í Fellabæ gátu tekið þátt í Skólahreysti þökk …
Keppendur Fellaskóla í Fellabæ gátu tekið þátt í Skólahreysti þökk sé skólastjóranum. ljósmynd/Skólahreysti

Fellaskóli í Fellabæ komst í úrslit í Skólahreysti annað árið í röð þegar liðið vann Austurlandsriðilinn. Skólinn hafði þar betur gegn átta öðrum skólum, þar á meðal Egilsstaðaskóla sem hefur lengi sýnt harða samkeppni. Úrslitin komu þó verulega á óvart að sögn Óttars Guðlaugssonar, þjálfara liðsins, en hann segir það hafa verið ákveðinn sigur fyrir liðið að komast í úrslitin.

Mikael Arnarsson er annar hraðaþrautarkeppandi liðsins, en þetta er í annað skipti sem hann tekur þátt í keppninni. Síðast keppti hann fyrir hönd Hallormsstaðarskóla árið 2013. Hann æfir tækvondó, sem er jafnframt hans helsta áhugamál. Ásamt honum keppir fimleikamærin Salka Sif Þ. Hjarðar í hraðaþraut, en hún var varamaður í fyrra og keppir nú í fyrsta skipti sem aðalmaður.

Guðjón Ernir Hrafnkelsson keppir í upphífingum og dýfum fyrir hönd skólans og er þetta í fyrsta skipti sem hann keppir í Skólahreysti. Hann er þó vel kunnugur keppninni enda fylgdist hann vel með því þegar systir hans tók þátt í fyrra. Guðjón æfir knattspyrnu og er mikill íþróttamaður. Þá keppir Þórey Hjördís Einarsdóttir í arm­beygj­um og hreystigreipi, en hún æfir fimleika.

Óttar segir mikla spennu ríkja fyrir keppninni, og undirbúning ganga vel. „Við erum búin að vera að æfa saman tvisvar sinnum í viku en svo er valfrjálst hvernig keppendur mæta sjálfir. Við fáum að vera í þreksal á Egilsstöðum,“ útskýrir hann. Þá segir hann áherslur keppendanna aðallega vera að bæta sig frá því seinast, og keppa við sjálf sig.

Þá segir hann skólastjóra skólans eiga stærstan þátt í því að mögulegt var fyrir liðið að taka þátt í keppninni almennt, en hann safnaði styrkjum svo hægt væri að koma þeim suður. „Hann bjargaði því í raun að liðið gæti tekið þátt með því að taka það í sínar hendur að safna styrkjum. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Óttar og bætir við: „og mjög spennt fyrir þessu öllu saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson