Laug til að komast á toppinn

Chris Pratt var ekki mikill brimbretta strákur þegar hann kom …
Chris Pratt var ekki mikill brimbretta strákur þegar hann kom til Hollywood. mbl.is/AFP

Leikarinn Chris Pratt tók á móti verðlaunum fyrir Guardians Of The Galaxy Vol. 2 á Teen Choice-verðlaunahátíðinni í gær, sunnudag. Í þakkarræðu sinni þakkaði hann lygum það hversu langt hann væri kominn. 

Pratt, sem var að koma fram í fyrsta skipti opinberlega síðan hann og leikkonan Anna Faris tilkynntu skilnað sinn, viðurkenndi samkvæmt Daily Mail að hafa logið að fyrsta umboðsmanni sínum. Hann bætti því síðan við í gríni að þessi lygi hefði verið sú fyrsta sem hann notaði sér til framdráttar. 

„Ég kom frá Havaí og var með allt þetta ljósa hár og sólbrúnn og fór til umboðsmanns af því mig langaði mikið að verða leikari og fá umboðsmann,“ sagði Pratt. Umboðsmaðurinn spurði hvort hann léki sér á brimbretti og því svaraði Pratt játandi. Sem var að sjálfsögðu lygi.

Leikarinn tilkynnti nýlega um skilnað sinn og eiginkonu sinnar, Önnu …
Leikarinn tilkynnti nýlega um skilnað sinn og eiginkonu sinnar, Önnu Faris. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson