Vopnahlé hófst á Gaza í morgun

Ró færðist yfir Gaza klukkan fimm í nótt þegar vopnahléið …
Ró færðist yfir Gaza klukkan fimm í nótt þegar vopnahléið hófst. AFP

Þriggja sólarhringa vopnahlé hófst klukkan fimm í morgun á Gaza. Ísraelar héldu áfram loftárásum sínum í nótt, þá sérstaklega síðustu tvær klukkustundirnar áður en vopnahléið hófst.

Ísraelar og Palestínumenn munu funda í Kaíró í Egyptalandi á meðan það stendur yfir. Fjórtán Palestínumenn og fimm ísraelskir hermenn féllu í átökunum í nótt.

John Kerry, ut­an­rík­is­málaráðherra Banda­ríkj­anna, sagði í gærkvöldi að vopna­hléið væri nauðsyn­legt al­menn­um borg­un­um.

 „Á meðan því var­ir fá al­menn­ir borg­ar­ar nauðsyn­legt hlé til þess að grafa hina látnu, sjá um særða og byrgja sig upp af mat­væl­um,“ sagði hann í stuttri yf­ir­lýs­ingu frá Nýju-Delí í Indlandi. Þá sagði hann að nauðsyn­leg­ar viðgerðir á vatns- og raf­magnsveit­um gætu einnig átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert