Tóku blóðsýni úr konunni

Konan er farþegi í skemmtiferðarskipi. Nú er hún í einangrun …
Konan er farþegi í skemmtiferðarskipi. Nú er hún í einangrun í káetu sinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Þyrla lenti um borð í skemmtiferðaskipi í gær til þess að sækja blóðprufu úr kvenkyns farþega sem gæti hafa kom­ist í sam­band við lík­ams­vessa úr Thom­as Duncan James. 

Samkvæmt frétt NBC News fór konan fór um borð í skipið í Texas fyrir viku. Talsmenn ferðaþjónustunnar sem rekur skipið segja að konan sé í einangrun en líði vel. Hún hefur ekki orðið vör við einkenni ebólu.

Konan er yfirmaður á rannsóknarstofu á sjúkrahúsinu sem Thomas Eric Duncan var á vegna ebólu. Hann lést úr sjúkdómnum 8. október. Tveir hjúkrunarfræðingar sem önnuðust Duncan smituðust af sjúkdómnum en farþeginn í skipinu átti ekki í beinum samskiptum við Duncan. Hins vegar vildu mexíkósk yfirvöld ekki veita skipinu leyfi til þess að leggjast til hafnar í Cozumel á föstudaginn vegna ótta um smit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert