Engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz

„Það er engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz,“ sagði forseti Þýskalands í ræðu sinni við minningarathöfn um fórnarlömb útrýmingarbúða nasista í seinni heimstyrjöldinni. Í dag eru 70 ár liðin frá því að fangar sem var haldið í Auschwitz-útrýmingarbúðum voru frelsaðir af Rauða her Sovétmanna.

Í ræðu sinni sagði forsetinn Joachim Gauck að helförin væri enn hugðarefni allra þeirra sem búa í Þýskalandi. „Þetta er mjög skilmerkilegt hér í Þýskalandi þar sem við göngum á hverjum degi framhjá húsum þar sem gyðingar hafa verið reknir út, hér í Þýskalandi þar sem lagt var á ráðin um útrýminguna og hún skipulögð. Hér er þessi fyrri hryllingur næst okkur og ábyrgðin stærri en annars staðar. “

Gauck sagði siðferðislega skyldu þjóðarinnar ekki einungis ná til fortíðarinnar heldur einnig til verndar mannkyns framtíðarinnar og réttinda allra manna. 

70 ár frá frelsun Auschwitz

Halina Yasharoff Peabody, sem lifði helförina af, kveikir á kerti …
Halina Yasharoff Peabody, sem lifði helförina af, kveikir á kerti við minningarathöfnina. mbl.is/EPA
Þýski forsetinn Joachim Gauck og Rosen Plevneliev forseti Búlgaríu kveikja …
Þýski forsetinn Joachim Gauck og Rosen Plevneliev forseti Búlgaríu kveikja á kertum. mbl.is/EPA
mbl.is/EPA
mbl.is/EPA
epa04589119 A replica of the 'Arbeit macht frei' (lit.: Work …
epa04589119 A replica of the 'Arbeit macht frei' (lit.: Work sets you free) sign from the entrance the former Nazi Auschwitz I death camp is on display during the preview of an exhibition entitled 'La Liberazione dei campi nazisti' (lti.: The liberation of the Nazi camps) at the Gipsoteca Hall of the 'Complesso Monumentale del Vittoriano' in Rome, Italy, 27 January 2015. International Holocaust Remembrance Day this year marks the 70th anniversary of the liberation of the Auschwitz-Birkenau Nazi death camp, where more than 1.1 million people were murdered, 90 percent of whom were Jews. Soldiers of the Soviet Red Army liberated the Auschwitz camp on 27 January 1945. EPA/STRINGER EPA
Forseti Frakklands Francois Hollande og Joachim Gauck fallast í faðma …
Forseti Frakklands Francois Hollande og Joachim Gauck fallast í faðma eftir minningarathöfn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert