Stöðvuðu annan bíl með flóttafólki

Austurrískur lögreglubíll.
Austurrískur lögreglubíll. AFP

Lögreglan í Austurríki stöðvaði í gær annan bíl með flóttafólki, aðeins örfáum dögum eftir að 71 flóttamaður fundust látnir í yfirgefnum bíl þar í landi. Um borð voru 26 flóttamenn og flytja þurfti 3 börn á spítala til aðhlynningar vegna mikils vökvaskorts.

Frétt mbl.is: Hafa handtekið ökumanninn

„Ef þau hefðu haldið ferðalaginu áfram hefði ástand þeirra getað orðið mjög alvarlegt,“ sagði austurríska lögreglan í yfirlýsingu.

Í bílnum, sem var stöðvaður eftir stutta eftirför eftir að ökumaðurinn neitaði að stöðva við reglubundið eftirlit lögreglu, var flóttafólk frá Sýrlandi, Bangladess og Afganistan, en fólkið var á leiðinni til Þýskalands. Bíllinn var stöðvaður vestarlega í Austurríki nærri Braunau am Inn, ekki langt frá landamærum Austurríkis og Þýskalands. Ökumaðurinn, sem er Rúmeni, var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert