Önnur handtaka vegna dauða flóttamanna

AFP

Lögreglan í Ungverjalandi hefur nú handtekið fimm menn í tengslum við rannsókn á flutningabíl sem fannst í Austurríki, en í bílnum voru lík 71 flóttamanns.

Frétt mbl.is: Hafa handtekið ökumanninn

Lögreglan segir manninn vera Búlgara, en hann er handtekinn vegna gruns um þátttöku í að smygla fólki. Þrír Búlgarar og einn Afgani hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Þeir hafa allir lýst sig sig saklausa af öllum sökum. Stjórnvöld í Austurríki hafa þegar farið fram á að fá þá framselda til Austurríkis.

Lögreglu grunar að mennirnir séu lágt settir félagar í gengjum sem flytja fólk ólöglega milli landa gegn greiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert