Vill rekja útlendinga eins og pakka

Það fylgir ekki sögunni hvað forsvarsmönnum FedEx finnst um hugmyndir …
Það fylgir ekki sögunni hvað forsvarsmönnum FedEx finnst um hugmyndir frambjóðandans. AFP

Chris Christie, eitt forsetaefna repúblikana, varði í dag umdeild ummæli sín um að merkja útlendinga með rafrænum hætti og rekja ferðir þeirra eins og um FedEx sendingu væri að ræða. Í viðtali við Fox News neitaði Christie að hann væri að leggja fólk og pakka að jöfnu.

„Ekki láta eins og kjáni,“ sagði Christie við ásökuninni. „Notum sömu tækni til að tryggja að 40% þeirra 11 milljón manna sem eru hér ólöglega dvelji ekki lengur en þeir mega,“ sagði hann.

Innflytjendamálin hafa verið í brennidepli í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, allt frá því að viðskiptamógúllinn Donald Trump hrinti kosningaherferð sinni úr vör með meiðandi ummælum. Kallaði hann mexíkóska innflytjendur nauðgara og fíkniefnasala.

Christie viðraði FedEx-hugmynd sína á kosningafundi í New Hampshire, en henni hefur víða verið mætt með háði og spotti.

<blockquote class="twitter-tweet">

Republican <a href="https://twitter.com/hashtag/Christie?src=hash">#Christie</a> proposes tracking immigrants like <a href="https://twitter.com/hashtag/FedEx?src=hash">#FedEx</a> packages <a href="http://t.co/Vi8OXUh9Pf">pic.twitter.com/Vi8OXUh9Pf</a>

— Clever Dove (@Clever_Dove) <a href="https://twitter.com/Clever_Dove/status/637962383168786432">August 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Á kosningafundinum stakk Christie upp á því að ferðir innflytjenda yrðu raktar allt frá komu til landsins, en hann sagði að 40% allra ólöglegra innflytjenda í landinu hefðu komið á gildu vegabréfi en síðan látið sig hverfa.

„Hversu lengi sem dvalarleyfið þitt gildir, eftir það förum við og náum í þig,“ var haft eftir Christie í New York Times. „Við pikkum í öxlina á þér og segjum: Fyrirgefðu. takk fyrir að koma. Tími til að fara.“

Í viðtalinu við Fox News harmaði ríkisstjórinn að stjórnvöld væru ekki jafn fljót og einkarekni geirinn að taka tæknina í þjónustu sína til að leysa vandamál á borð við ólöglegan innflutning fólks.

„Við getum gert það. Og við getum fengið fólkið frá FedEx til að nota tæknina til að gera það. Það er ekkert að því,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert