Varar við úrsögn Breta úr ESB

mbl.is

Nær helmingslíkur eru á að Bretar kjósi að yfirgefa Evrópusambandið í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði um veru Bretlands í sambandinu að mati franska fjárfestingabankans Société Générale. Gangi Bretar úr Evrópusambandinu hefði það verulegan efnahagslegan skaða í för með sér fyrir breskt efnahagslíf næsta ártuginn að mati sérfræðinga bankans.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að Société Générale telji líkurnar á því að Bretar segi skilið við Evrópusambandið séu 45% en búist er við að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið fari fram síðar á þessu ári. Sú niðurstaða yrði að mati bankans til þess að minni hagvöxtur yrði í Bretlandi næsta áratuginn eða sem nemur 0,5-1% árlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert