Kraftaverk að ekki hafi farið verr

Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr.
Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. Af Twitter

Mikil mildi þykir að bifhjólamaður sem lenti undir göngubrú sem hrundi í dag yfir M20-hraðbrautinni í Bretlandi hafi sloppið með minni háttar meiðsl. Atvikið átti sér stað nálægt Kent þegar vörubíl var ekið á brúna. 

Enginn var á brúnni þegar atvikið átti sér stað en bifhjólamaðurinn lenti hins vegar undir henni. Maðurinn, sem er fimmtugur, slapp með brotin rifbein og það má telja kraftaverk að ekki hafi farið verr. 

Veginum var lokað í báðar áttir og mikil umferðarteppa myndaðist í kjölfar slyssins. 

Viðgerðir hafa verið í gangi á brúnni undanfarna mánuði svo hún var lokuð fyrir gangandi umferð. Talið er að grafa sem vörubíllinn var með í eftirdragi hafi rekist undir brúna og gert það að verkum að hún hrundi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert