Bílaumferð við Signu bönnuð

Hjólreiðamenn við ánna Signu í París.
Hjólreiðamenn við ánna Signu í París. AFP

Gangandi og hjólandi vegfarendur geta andað að sér hreinu lofti við bakka árinnar Signu eftir að borgarstjórn Parísar samþykkti áætlun um að banna þar bílaumferð.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði þetta vera „sögulega ákvörðun“.

Áin hefur verið miðdepillinn í baráttu hennar gegn mengun en áætlunin um að banna bílaumferð þar hefur skipt Parísarbúum í tvær fylkingar.

„Við þurfum að hægja á okkur, stoppa og slaka á,“ sagði Violetta Kolodziejczak, eigandi veitingahúss við Signu.

„Ef fólk er í bíl, hver hefur hefur þá tíma til að njóta alls þessa,“ sagði hún. „Þetta er stórkostlegt“.

Hjóleiðamenn í vestum með áletruninni „París án bíla
Hjóleiðamenn í vestum með áletruninni „París án bíla" við ánna Signu á bíllausum degi sem var haldinn hátíðlegur í gær. AFP

Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun styðja 55% borgarbúa áætlunina.

Tæplega 19 þúsund manns tóku þátt í undirskriftasöfnun með áætluninni á meðan fylgjendur bílaumferðar söfnuðu 12 þúsund undirskriftum.

Bílabannið nær til 3,3 kílómetra svæðis við hægri bakka árinnar.

Verkefnið kostar 8 milljónir evra, um einn milljarð króna. Í staðinn fyrir götuna verða settir göngustígar með gróðri allt í kring en þó verður þar akbraut fyrir neyðarakstur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert