Myrti mann 2008 en er frjáls ferða sinna

Morðið átti sér stað um borð í Grayhound-langferðabifreið.
Morðið átti sér stað um borð í Grayhound-langferðabifreið. Ljósmynd/Wikipedia

Kanadískur maður, sem var úrskurðaður ósakhæfur eftir að hafa afhöfðað og lagt sér til munns líkamsleifar manns um borð í langferðabifreið, hefur nú verið látinn laus undan eftirliti.

Will Baker, áður Vince Li, þjáist af geðklofa. Árið 2008 myrti hann Tim McLean, ungan sirkusstarfsmann, en var úrskurðaður ósakhæfur ári síðar.

Móðir McLean hefur mótmælt því harðlega að Baker verði ekki lengur háður eftirliti en hún segir ómögulegt að tryggja að hann haldi áfram að taka lyfin sín.

Baker var upphaflega vistaður á geðsjúkrahúsi en hefur búið í íbúð í Winnipeg frá því í nóvember.

Jeffrey Waldman, læknir Baker, segist sannfærður um að hann muni taka lyfin sín; hann geri sér grein fyrir að þau haldi sjúkdómnum niðri. Nefndin sem úrskurðaði að Baker skyldi látinn laus komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki ógn við samfélagið.

Hið hryllilega atvik átti sér stað þegar Baker settist niður við hlið hins 22 ára McLean, eftir að ungi maðurinn brosti til hans og spurði hann hvernig hann hefði það. Þeir þekktust ekki.

Sagðist Baker hafa heyrt rödd Guðs sem sagði honum að myrða unga manninn eða „deyja samstundis.“

Baker stakk McLean ítrekað á meðan sá síðarnefndi barðist á móti. Á meðan aðrir farþegar flúðu bifreiðina hélt hann áfram að stinga manninn unga og misþyrma líkamsleifum hans. Þá afhöfðaði hann McLean og sýndi farþegum sem stóðu fyrir utan.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert