Biður Norður-Kóreu að stoppa

Boris Johnson (t.v.) utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson (t.v.) utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, bað stjórnvöld í Norður-Kóreu að fara eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna og stoppa vinnu við kjarnorkuvopn. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í dag.

Sagði Johnson þar að nú væri komin upp staða sem hefði komið upp áður, en að Bretar myndu standa með alþjóðlegum vinaþjóðum sínum með það að leiðarljósi að koma Norður-Kóreu í skilning um að þeir þyrftu að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna til að halda frið og stuðla að öryggi í þessum heimshluta.

Norður-Kórea hefur staðið fyrir fimm kjarnorkuvopnatilraunum, en tvær þeirra fóru fram í fyrra. Þá hefur fjölda eldflauga verið skotið á loft í tilraunaskyni. Í einni slíkri fóru flaugarnar nálægt yfirráðasvæði Japans.

Spenna á Kóreuskaganum hefur verið í hámarki undanfarna daga, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn því að 105 ár eru liðin síðan stofnandi ríkisins, Kim Il-sung, fæddist. Fjöl­menn skrúðganga var far­in í höfuðborg lands­ins, Pyongyang, og er mjög rætt um að for­seti Norður-Kór­eu, Kim Jong-un, fyr­ir­skipi nýj­ar kjarn­orku­vopna­tilraun­ir.

Yf­ir­völd Norður-Kór­eu af­hjúpuðu í dag það sem virðist vera lang­dræg kjarnaflaug (e. ICBM) á risa­stórri her­sýn­ingu í höfuðborg lands­ins, Pyongyang. Eld­flaug­arn­ar og ýmis önn­ur vopn voru sýnd í röð eft­ir stærð en það voru fjór­ar risa­vaxn­ar og græn­ar eld­flaug­ar, sem keyrðar voru á sér­hönnuðum vögn­um und­ir lok sýn­ing­ar­inn­ar, sem vöktu at­hygli hernaðarsér­fræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert