Fann ættingjana 40 árum síðar

Adriana hæstánægð á blaðamannafundinum.
Adriana hæstánægð á blaðamannafundinum. AFP

Argentísk kona sem var tekin frá móður sinni við fæðingu hefur hitt ættingja sína á nýjan leik með hjálp samtakanna Ömmur Plaza de Mayo.

Adriana, sem er fertug, vildi ekki gefa upp eftirnafn sitt. Borin voru kennsl á hana eftir að hún gekkst undir erfðapróf.

Erfðaefni hennar passaði við erfðaefni ættingja foreldra hennar, sem hurfu sporlaust þegar herstjórn Argentínu var við völd, að því er kemur fram á BBC.

Adriana er 126. barnið sem Ömmur Plaza de Mayo finna en þau leita að fólki sem var tekið höndum sem börn í fangelsum og á leynilegum stöðum.  

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. AFP

Leitaði svara eftir dauða fósturforeldra

Á blaðamannafundi sagði Adriana að þegar fólkið sem ól hana upp lést hafi henni verið sagt að það hafi ekki verið líffræðilegir foreldrar hennar.

„Ég komst að því á laugardegi og á mánudeginum fór ég strax til samtakanna og vildi meira en nokkuð annað fá að vita hvort ég væri dóttir fólks sem hafði horfið, vegna fæðingardags míns,” sagði hún og átti við þau hundruð barna sem voru tekin frá vinstrisinnuðum aðgerðarsinnum á árunum 1979 til 1983.

Fjórum mánuðum eftir að hún hafði tekið erfðaprófið hafði engin samsvörun fundist í gagnagrunni samtakanna yfir fólk sem hvarf eða var myrt af herstjórninni.

„Ég fór að halda að ég hefði verið yfirgefin eða seld og taldi að foreldrarnir hefðu ekki viljað mig,” sagði Adriana um líffræðilega foreldra sína.

AFP

Dóttir vinstrisinnaðra verkfræðinema

Síðastliðinn mánudag fékk hún loksins símtal frá samtökunum CONADI um að þau hefðu upplýsingar handa henni. Á fundi með þeim var henni sagt að hún væri dóttir Violetu Ortolani og Edgardo Garnier.

Þau hittust er þau stunduðu nám í verkfræði í borginni La Plata og voru þar hluti af vinstrisinnuðum stúdentahópi. Ortolani var handtekin af hernum í desember 1976 þegar hún var komin 8 mánuði á leið. Adriana fæddist í fangelsi í janúar 1977 og Garnier var handtekinn einum mánuði síðar þegar hann leitaði að konu sinni og barni.

AFP

30 þúsund manns hurfu

Hvorki Ortolani né Garnier, sem voru 23 og 21 árs gömul þegar þau voru handtekinn sáust aftur.

Þau eru hluti af um 30 þúsund manns sem hurfu á meðan herstjórnin var við völd.

Móðir Garnier hætti aldrei að leita að týnda barnabarninu sínu og hefur verið áberandi í baráttu samtakanna Ömmur Plaza de Mayo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert