Trump sakaður um drusluskömmun

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að drusluskamma (slut shame) þingkonuna Kirsten Gillibrand, sem krafist hefur þess að forsetinn segi af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni og misnotkun. BBC greinir frá.

Trump skrifaði á Twitter að Gillibrand hefði komið til sín fyrir ekki svo löngu og grátbeðið hann um framlag í kosningasjóð hennar og að hún „myndi gera hvað sem er“ fyrir peninga. Trump útskýrði ekki frekar hvað hann ætti við mig öðrum sínum.

Forsetinn sagði Gillibrand hafa grátbeðið sig um framlag í kosningasjóð.
Forsetinn sagði Gillibrand hafa grátbeðið sig um framlag í kosningasjóð. AFP

Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren sagði í kjölfarið að Trump væri að „reyna að hrella, ógna og drusluskamma Gillibrand með ummælum sínum.

Hópur þingkvenna úr hópi demókrata hafa hvatt til þess að þingið rannsaki ásakanarnir á hendur forsetanum. Að minnsta kosti sautján konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni forsetans í sinn garð, en þrjár þeirra héldu blaðamannafund í gær til að gera enn frekar grein fyrir ásökunum sínum. Þær sögðu Trump hafa káfað á sér, klipið, kysst sig með valdi, niðurlægt og áreitt.

Forsetinn  hefur vísað ásökununum á bug og sagt þær vera upplognar. Um falskar fréttir sé að ræða.

Gillford brást við ummælum forsetans á Twitter og sagði: „Þú getur hvorki þaggað niður í mér né milljónum kvenna sem hafa tjáð sig um óhæfi þitt og þá skömm sem þú hefur kallað yfir forsetaskrifstofuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert