Pence í óvæntri heimsókn í Afganistan

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska hermenn á flugherstöðinni í …
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska hermenn á flugherstöðinni í Bagram í Afganistan í dag. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Afganistan í dag.

Varaforsetinn er æðsti embættismaður úr stjórnarliði Trumps sem heimsækir herlið Bandaríkjanna í Afganistan, en 17 ár eru liðin frá því að Bandaríkin sendu herlið til landsins.

Pence flaug leynilega með þotu flughersins og lenti á flugherstöð í Bagram þar sem hann ávarpaði og þakkaði 15.000 hermönnum sem enn gegna skyldu í Afganistan.

Leið varaforsetans lá einnig til höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann átti fund með forseta landsins, Ashraf Ghani, þar sem uppbyggingarstarf eftir stríðsátök síðustu ára voru á meðal umræðuefnis.

„Leið okkar hefur verið löng. Við erum hér samankomnir til að finna lausn á málum okkar,“ sagði Pence.

Pence var vel tekið af hermönnunum.
Pence var vel tekið af hermönnunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert