Skoða hertar sóttvarnareglur á Nýja-Sjálandi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands samþykkti í lok síðustu viku hertar sóttvarnaaðgerðir í höfuðborg landsins Auckland. Er íbúum þar nú gert að ganga með grímu í almenningssamgöngum og á ferðalagi innanlands. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, hefur jafnframt greint frá því að til greina komi að útvíkka reglurnar þannig að þær nái til landsins í heild.

Undanfarið hafa nokkur tilvik af Covid-19-smitum greinst á Nýja-Sjálandi, en lengi vel voru engin smit í landinu vegna harðra aðgerða ríkisstjórnarinnar sem svo gott sem lokaði landinu í upphafi faraldursins.

Í dag eru 58 virk smit í gangi í landinu. Eitt nýtt smit greindist í dag, en um var að ræða nágranna annars aðila sem hafði greinst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert