Átta ára stúlka fannst látin í röri sundlaugar

Á öryggismyndavélum við sundlaugina sást stúlkan undir yfirborði vatnsins. Mynd …
Á öryggismyndavélum við sundlaugina sást stúlkan undir yfirborði vatnsins. Mynd úr safni. AFP

Lögreglan í Houston í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn eftir að átta ára stúlka drukknaði í sundlaug á Double Tree-hótelinu í borginni um nýliðna helgi.

Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar klukkan 18 á laugardag og voru lögregla og viðbragðsaðilar kallaðir á staðinn. Síðast sást til stúlkunnar þar sem hún var að synda í sundlaug hótelsins.

Sogaðist inn í rörið

Á öryggismyndavélum við sundlaugina sást stúlkan undir yfirborði vatnsins en fannst ekki þegar laugin var tæmd. Í ljós kom að hún hafði sogast inn í rör þar sem hún drukknaði, að því er fréttastofa ABC greinir frá.

Tók það björgunaraðila 13 klukkustundir að ná líki stúlkunnar út úr rörinu. Talið er að bilun hafi valdið því að stúlkan sogaðist inn í rörið. Málið er þó enn til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert