Blinken ítrekaði andstöðu við innrás

Antony Blinken.
Antony Blinken. AFP/Mandel Ngan

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með varnarmálaráðherra Ísraels í gær, að Bandaríkin væru mótfallinn áformum Ísraelshers um að ráðast af fullu afli inn í borgina Rafah á Gasasvæðinu.

Fundi þar sem ræða átti þessar áhyggjur Bandaríkjamanna var aflýst fyrr um daginn.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafði samþykkt að senda samninganefnd til borgarinnar Washington en hætti við eftir að Bandaríkjamenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasasvæðinu.

Maður heldur á særðu barni á sjúkrahúsi í Rafah eftir …
Maður heldur á særðu barni á sjúkrahúsi í Rafah eftir árás Ísraela. AFP/Mohammed Abed

Á fundi sínum með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, ítrekaði Blinken „andstöðu við stóra hernaðaraðgerð á jörðu niðri í Rafah”, að því er talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu.

Slík aðgerð „myndi ógna enn frekar velferð þeirra rúmu 1,4 milljóna Palestínumanna sem eiga þar athvarf,” sagði talsmaðurinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert