Fimm létu lífið í rútuslysi

Fimm létu lífið í slysinu og tuttugu slösuðust.
Fimm létu lífið í slysinu og tuttugu slösuðust. AFP/Jens Schlueter

Minnst fimm létu lífið og tuttugu slösuðust þegar rúta á vegum fyrirtækisins Flixbus fór á hlið nærri Leipzig í Þýskalandi fyrr í dag. 

Rútan var á leiðinni frá Berlín í Þýskalandi til Zürich í Sviss þegar hún fór á hliðina. 

Bílstjórarnir lifðu slysið

53 farþegar og tveir bilstjórar voru í rútunni þegar slysið varð. Ekki er vitað með vissu hvað olli slysinu. Báðir bílstjórarnir komust lífs af.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að verið sé að vinna í því að fá skýrari mynd af tildrögum slyssins. 

Af myndum að dæma virðist rútan hafa keyrt af veginum og á nærliggjandi tré þar sem hún fór á hlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert