Sameining felld með miklum mun í Ölfusi og Flóa

Tillaga um sameiningu sex sveitarfélaga í Árnessýslu, Árborgar, Hveragerðis, Ölfushrepps, Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps og Villingaholtshrepps, var felld með miklum mun í þeim öllum.

Í Gaulverjarbæjarhreppi voru 138 á kjörskrá. KJörsókn var 71,59%. 17,4% sagði já en 82,5% nei.

Í sveitarfélaginu Árborg voru 6.522 á kjörskrá en einungis 28,3% gengu til atkvæða. 40,3% sögðu já en 59,7% sögðu nei.

Í Hraungerðishreppi voru 196 á kjörskrá en 70,6% kusu. 29,8% sögðu já en 70,18% nei.

Í Villingaholtshreppi voru 183 á kjörskrá. Kjörsókn var 68,9%. 12% sagði já en 87,9% sagði nei.

Í Hveragerði voru 2021 á kjörskrá. Kjörsókn var 49%. 11,8% sagði já en 88,1% sagði nei.

Í sveitarfélaginu Ölfus voru 1.725 á kjörskrá. Kjörsókn var 70,2%. Rétt rúm 7% sagði já en 92,9% sagði nei.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert