Horfir á skipið út um gluggann

Frá vettvangi standsins.
Frá vettvangi standsins. Ljósmynd/Þorri Magnússon

„Ég var alveg steinhissa þegar ég sá þessi ósköp hérna út um eldhúsgluggann, stærðarinnar skip strandað á eyrinni,“ segir Jón Karl Úlfarsson, bóndi á Eyri í Fáskrúðsfirði. Hann segir nokkra bíla vera komna á staðinn og skipið hallist lítið. Þá eru bátar komnir upp að hlið skipsins.

Að sögn Jóns Karls er blíðskaparveður og sjórinn sléttur. Aðspurður segist hann telja að skipið hafi verið á leið út fjörðinn.

Sautján manns í áhöfn skipsins

Flutn­inga­skip strandaði á skeri í Fá­skrúðsfirði um klukk­an átta í kvöld. Búið að kalla út björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi, þ.m.t. björg­un­ar­skip og báta allt frá Vopnafirði til Horna­fjarðar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu á Eskif­irði er ekki vitað hvort hætta er á ferð. Talið er um er­lent skip sé að ræða. Sautján eru í áhöfn skips­ins en það strandaði á skeri í fjör­unni fyr­ir neðan bæ­inn Eyri á Fá­skrúðsfirði. Skipið er 106 metra langt. 

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um farm skips­ins eða hvort það var á leið inn eða út fjörðinn. 

mbl.is flyt­ur frek­ari frétt­ir af mál­inu eft­ir því sem þær ber­ast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert