Mega velja sér mat og drykk

Public House
Public House Skjáskot

Eigendur veitingastaðarins Public House við Laugaveg í Reykjavík ætla ekki að halda dæmigert opnunarpartí fyrir vini og kunningja. Þeir ætla að nota tækifærið og hvetja viðskiptavini til að styðja við gott málefni, UNICEF.

Þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Eyþór Mar Hall­dórs­son ætluðu að opna veit­ingastaðinn Pu­blic Hou­se við Lauga­veg­inn í Reykja­vík um síðustu mánaðamót en gátu lengi vel ekki gert það þar sem stimp­il lög­fræðings hjá sýslu­manni vantaði á rekstr­ar­leyfi staðar­ins.

Ástæðan fyr­ir því að stimp­ill­inn fékk ekki var verk­fall lög­fræðinga hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu.Nú er búið að stimpla og var staðurinn formlega opnaður í dag.

Gunnsteinn segir í samtali við mbl.is að úrval af réttum og drykkjum verði á matseðlinum á morgun. „Fólk má koma inn og velja sér mat og drykk og svo erum við með söfnunartíma UNICEF á matseðlinum (1900) og leggur fólk þá inn 1.500 krónur til samtakanna. Þá verða einnig baukar á staðnum“ segir Gunnsteinn. Viðburðurinn stendur frá kl. 12 til kl. 18. 

Gunnsteinn segir að þeir félagarnir hafi fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum.Um er að ræða smáréttastað en staðir sem þessir eru meðal annars vinsælir í Englandi og í New York. „Þetta er fullkominn staður fyrir vinahópa,“ segir Gunnsteinn.

Facebook-viðburður

Frétt mbl.is: Vantar bara stimpilinn

Frétt mbl.is: Stefna á að opna sem fyrst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert