Áforma nýja byggð við Bústaðaveginn

Neðst á Bústaðavegi. Á svæðinu eru nú m.a. hesthús á …
Neðst á Bústaðavegi. Á svæðinu eru nú m.a. hesthús á vegum Fáks og Grillhúsið Sprengisandi. mbl.is/Júlíus

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa kynnt áform um að heimila uppbyggingu allt að 15 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á svæði neðst við Bústaðaveg.

Á svæðinu er gert ráð fyrir 2-5 hæða byggð að jafnaði. Til greina kemur að reist verði hærri hús á lóðinni, sem er alls 3,6 hektarar.

Uppbyggingin er hluti af þeirri áherslu borgaryfirvalda að þétta byggð í borginni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert