245 erlendir ferðamenn slösuðust

Ýmsar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar eftir banaslys í Reynisfjöru.
Ýmsar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar eftir banaslys í Reynisfjöru. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls 245 erlendir ferðamenn slösuðust á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglu.

Þar af slasaðist 91, eða 37% af heildinni, í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, sem nær frá Hellisheiði og austur fyrir Hornafjörð. Framangreindar tölur haldast í hendur við fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til Íslands, en í fyrra voru þeir um 1,3 milljónir sem var 29% aukning milli ára.

Slys á erlendum ferðamönnum, sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti í fyrra, voru 51, 38 á Suðurnesjum og 28 á Norðurlandi eystra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert