Sækist eftir 2.-4. sæti hjá Pírötum

Bjartmar Alexandersson.
Bjartmar Alexandersson.

Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar og formaður Ungra umhverfissina, býður sig fram í 2.-4. sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar.

Hann er 33 ára og stofnandi Grænnar framtíðar og Grænna síma, að því er fram kemur í tilkynningu. Bjartmar var einn af skipuleggjendum og fundarstjóri fjölmennra mótmæla á Austurvelli þar sem krafist var afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og kosninga í kjölfar uppljóstrana úr Panama-skjölunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert