Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

Fram kemur í skýrslunni að haustið 2016 setti kærunefndin upp …
Fram kemur í skýrslunni að haustið 2016 setti kærunefndin upp sérstaka flýtimeðferðarferla fyrir bersýnilegar tilhæfulausar umsóknir frá öruggum upprunaríkjum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016.

Markmið stjórnvalda er að hann sé ekki lengri en 90 dagar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar, segir að þessi stytting hafi sparað ríkinu á milli 600 og 800 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert